top of page
BEERS

BJÓR

Skoðaðu kjarnaúrvalið okkar - í boði í ámum, keykeg-kútum og 500 ml flöskum
Lincolnshire Craft Beer

Þann bjór sem er þess virði að brugga er þess virði að brugga rétt

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon
IcelandCapture.JPG
UnionCapture.JPG

ALK./RÚMM.

CLEETHORPES
PALE ALE

4.2%

Frískandi fölöl með ferskum sítrushumlum og sætum undirtóni sem kemur frá hafþyrnisberjum. ​

magclip.jpeg
magbottle.png
MAGNITUDE
3.9% BITTER

3.9%

ALK./RÚMM.

Léttur amber IPA, bragðmikill og í góðu jafnvægi. Mosaic-humlar gefa honum suðrænt sítrusbragð.

SPECIAL RESERVE

7.2%

ALK./RÚMM.

Mikill, kröftugur og flókinn bjór í Old Ale stílnum þar sem appelsínubörkur og brandí koma fram í bragðinu. Vann silfurverðlaun á East Midlands CAMRA Champion Beer of Britain verðlaunahátíðinni árið 2018.

4.3%

ALK./RÚMM.

LIGHTNING
PALE ALE

Lightning var fyrsta og síðasta hljóðfráa orrustuþotan sem var algjörlega bresk og hávaðinn í henni heyrðist reglulega í Lincolnshire fram til ársins 1988.  Þetta frísklega fölöl sem er með miklum humlum og fersku sítrusbragði er bruggað til minningar um magnaða flugvél og gott dæmi um breskt hugvit.

BREWERY

BRUGGHÚSIÐ

Gimsteinn í Crowle

Í brugghúsinu okkar við Clearwater Lake í Crowle í Norður-Lincolnshire bruggum við
fjölbreytt úrval af handverksbjór. Hver áma er til vitnis um áherslu okkar á gæði og
stöðugleika í framleiðslunni.

Aðalbruggari okkar er Mike Richards. Mike byrjaði hjá Abbeydale Brewery þar sem hann starfaði sem bruggari í fimm ár. Árið 2009 var hann fenginn til að setja upp og stýra Thorne Brewery sem aðalbruggari í þrjú ár.  Árið 2012 stofnuðu Mike og Jules eiginkona hans Axholme Brewing Company þar sem leiðin hefur bara legið upp á við.

Fyrir utan bjórana fjóra í kjarnaúrvali okkar bruggum við mánaðarlegt gestaöl, og
sérlagaðan bjór eftir pöntunum.  Allir okkar bjórar fást í ámum, keykeg-kútum og flöskum (svo hægt sé að njóta þeirra heima).   Þú finnur bjórinn okkar á bjórstofum, börum, hótelum, veitingastöðum og bjórverslunum um allt Lincolnshire og víðar.

Við höfum átt einstakt samstarf við Message In A Bottle, sérverslun með flöskubjór í
Cleethorpes sem er rekin af Charles Lumley sem ásamt Jules, bragðsérfræðingnum
okkar, hjálpaði okkar að skapa metsölubjórinn okkar, Cleethorpes Pale Ale. MIAB er með einkasöluleyfi á Cleethorpes Pale Ale flöskum í Norðaustur-Lincolnshire auk þess að selja alla aðra bjóra okkar í flöskum. Skoðaðu vefsvæðið þeirra:

STOCKISTS

SELJENDUR

Nokkrir staðir þar sem þú getur keypt eða smakkað bjórinn okkar

Cleethorpes

LUCARLY'S & GRIMSBY BOROUGH

MOON ON THE WATER

Cleethorpes

THE BARGE

Grimsby

DOCKS BEERS

Grimsby

THE SHIP INN

Barnoldby le Beck

Cleethorpes

Lincolnshire

HUMBER ROYAL

Grimsby

BLACK BULL

East Halton

NO 1 PUB

Cleethorpes

MINERVA

Hull

DEE BEE

Wholesale

CONTACT US

FYRIRTÆKIÐ

7 Lakes Country Park, Crowle

North Lincolnshire, DN17 4JS

United Kingdom

Tel:  01724 781804

(from outside the UK +441724 781804)

info@axholmebrewing.co.uk

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon
bottom of page